Klassísk jógakennaraþjálfun fyrir nútíma iðkendur
Næsta þjálfun hefst í lok ágúst 2025
Ertu að leita að dýpri tengingu við sjálfan þig, líkama þinn og lífið sjálft, og hefur einstæða löngun að miðla til annara og láta gott af þér að leiða?
Velkomin í 200 klukkustunda jógakennaranám hjá Art of Yoga – þar sem klassísk viska mætir nútíma lífi jógaiðkenda, og jóga verður að verkfæri fyrir umbreytingu, hugarró og leiðarljós fyrir aðra.
Þetta nám er fyrir þig sem:
🔹 vilt dýpka þína eigin iðkun og kafa ofan í jógafræðin
🔹 finnur kall til að miðla jógafræðunum með visku, innsæi og heilindum
🔹 leitar að jafnvægi, tengingu og skýrri vegferð í flóknum nútíma heimi
🔹 vilt verða faglegur kennari með rætur í ósvikinni hefð
Við leggjum áherslu á að styðja þig í að byggja upp sterka og sjálfbæra jógaiðkun, þekkingu á orkufræðum jóga, færni í að lesa líkama iðkenda og sjálfstraust til að leiða með nærveru og mýkt.
Þú færð einstaka þjálfun og innsýn í Klassískt Vinyasa Krama samkvæmt fræðum T. Krishnamacharya, þar sem Hatha og Raja jóga fléttast saman í heildræna iðkun – samruni líkama, andardrátts, hugar, lífsorku og þitt hærra sjálf.
Leiðbeinendur þínir, Talya og Gummi, hafa yfir 20 ára reynslu í þessari hefð og leiða þig af ástríðu, næmni og virðingu fyrir þinni einstöku vegferð.
Námið er vottað af Yoga Alliance Professionals og veitir þér alþjóðlega vottun til kennslu – en mikilvægasta vottunin er sú umbreyting sem á sér stað innra með þér sem jógakennari og jógaiðkandi.