Menu

200 Tíma Jóga Kennaraþjálfun

200 Tíma Grunnnám í Klassísku Vinyasa Krama

Klassísk jógakennaraþjálfun fyrir nútíma iðkendur

Næsta þjálfun hefst í lok ágúst 2025

Ertu að leita að dýpri tengingu við sjálfan þig, líkama þinn og lífið sjálft, og hefur einstæða löngun að miðla til annara og láta gott af þér að leiða?


Velkomin í 200 klukkustunda jógakennaranám hjá Art of Yoga – þar sem klassísk viska mætir nútíma lífi jógaiðkenda, og jóga verður að verkfæri fyrir umbreytingu, hugarró og leiðarljós fyrir aðra.

Þetta nám er fyrir þig sem:
🔹 vilt dýpka þína eigin iðkun og kafa ofan í jógafræðin
🔹 finnur kall til að miðla jógafræðunum með visku, innsæi og heilindum
🔹 leitar að jafnvægi, tengingu og skýrri vegferð í flóknum nútíma heimi
🔹 vilt verða faglegur kennari með rætur í ósvikinni hefð

Við leggjum áherslu á að styðja þig í að byggja upp sterka og sjálfbæra jógaiðkun, þekkingu á orkufræðum jóga, færni í að lesa líkama iðkenda og sjálfstraust til að leiða með nærveru og mýkt.

Þú færð einstaka þjálfun og innsýn í Klassískt Vinyasa Krama samkvæmt fræðum T. Krishnamacharya, þar sem Hatha og Raja jóga fléttast saman í heildræna iðkun – samruni líkama, andardrátts, hugar, lífsorku og þitt hærra sjálf.

Leiðbeinendur þínir, Talya og Gummi, hafa yfir 20 ára reynslu í þessari hefð og leiða þig af ástríðu, næmni og virðingu fyrir þinni einstöku vegferð.

Námið er vottað af Yoga Alliance Professionals og veitir þér alþjóðlega vottun til kennslu – en mikilvægasta vottunin er sú umbreyting sem á sér stað innra með þér sem jógakennari og jógaiðkandi.

Hvað gerir þetta nám Einstakt!

Listin að rútínugerð:

Undirstaða í allri jógakennslu er kunnáttan í rútínugerð. Við kennum þér verkfærakistu og grunnlíkön í rútínugerð svo þú getur hannað skemmtilegar, skapandi og vel fúnkerandi jógarútínur fyrir fjölbreyttan hóp iðkenda. Þú lærir að nýta grunnstoðir Vinyasa Krama til að byggja upp rútínur sem hentar mismunandi hópum og aðstæðum, með áherslu á virkni, sveigjanleika og fagmennsku.

Mikilvægi Aðlögunar og Liðlosunar í stellingum:
Hæfur jógakennari þarf að kunna góð skil á aðlögun og liðlosun í stöðum sem og skilja hreyfigetu einsatklingsins fyrir framan þig. Námið leggur ríka áherslu að þekkja helstu aðlaganir stellinga og liðlosanir iðkenda. Sá jógakennari sem kann góð skil á þessu, getur kennt hverjum sem er í sínum hóptíma.

Rótgróin hefð, lagað að samtímanum:
Kennsla Vinyasa Krama jóga er samfelld og heildstæð jógamenntun sem á rætur sínar að rekja til jógameistarans Nathamuni allt aftur til 9. aldar e.Kr. Þessi viska hefur varðveist í gegnum kynslóðir meistara, þar á meðal Krishnamacharya, og felur í sér samþætta nálgun þar sem líkamleg iðkun, öndun, hugleiðsla og innsæi eru órjúfanleg heild. Klassískt Vinyasa Krama er heildræn kerfi til líkamlegra og huglægra breytinga og að lokum frelsi frá eigin huga, með djúpar rætur í fornum jógafræðum aðlagað fyrir nútíma manninn.

Sérfræðileiðsögn:
Talya og Gummi hafa 20 ára þjálfun undir handleiðslu leiðandi jóga kennara í hefðinni, stór hluti af þeirra námi var 1 á 1 kennsla og áratuga kennslu-reynslu bæði sem 1 á 1 kennarar og hóptímar síðan 2002. Þau búa yfir djúpri þekkingu á Vinyasa Krama og Viniyoga og hjálpa þer að finna þína einstöku rödd sem kennari, og festa rætur í þinni persónulegri iðkun fyrir þína andlegu vegferð.

NÁMIÐ

KLASSÍSKT VINYASA KRAMA

Vinyasa Krama er ítarlegt og kerfisbundið nám í stellingum og virkni þeirra. Nálgunin sameinar forna visku við nútímalega skilning á líkamsbeitingu, öndun og meðvitund. Kennslan byggist á eftirfarandi meginþáttum:

  • Form og virkni stellinga
    – Farið er vandlega í form og virkni stellinga, og fáum skilning hvernig stefnuhreyfing virkar fyrir grunnstöður.

  • Öndunarmiðuð iðkun
    – Grunnur vinyasa krama er andardráttur hvernig líkami hreyfir sig í hrygg og eftir hreyfingum þindar, hreyfingin er alltaf samofin önduninni.

  • Útfærsla og aðlögun
    – stellingar lagaðar að líkama og getu iðkandans.

  • Hreyfing eða kyrrstaða
    – hvernig við vinnum með hreyfing eða kyrrstöðu og mikilvægi hvorutveggja.

  • Orkufræði Langhana og Brahmana
    – hugmyndir Hatha Yoga um að draga úr eða byggja upp orku.

  • Lestur á líkamanum í hreyfingu
    – að læra að greina líkamsmynstur út frá virkni stellinga, hvar líkami fellur í stefnuhreyfingu.

Margir af helstu stílum jógakennslu nútímans eiga rætur sínar að rekja til klassísks Vinyasa Krama, þar á meðal:

  • Ashtanga Yoga

  • Iyengar Yoga

  • Vinyasa Yoga

  • Viniyoga

PRANAYAMA OG HUGLEIÐSLA

Nemendur munu læra að iðka og kenna 5 grunntæknir í sitjandi öndun með og án hlutfalla í öndun og hvað er viðeigandi í kennslu mismunandi hópa. Og einfaldar hugleiðslutækni með eða án möntru (japam og ajapam).

Einnig er farið vel yfir samband milli stellinga og sitjandi öndunar sem og mudra og pranayama. hluta á sitjandi öndun og mikilvægi samspils hinna þriggja meginþátta iðkunar:

Stelling (Asana), sitjandi öndun (Pranayama) og sitjandi hugleiðsla (Dharana og Dhyanam).

Ujjāyī  Pranayama

Anuloma krama

Viloma krama

Agni Sthana

Brāhmari

ORKUFRÆÐI HATHA JÓGA

Þekking á orkufræði Hatha Jóga er lykillinn að því að skilja hvernig jógastöður, öndun og hugleiðsla hefur áhrif á og beinir orkuflæði í líkama og huga. Þú munt hafa skýran skilning á lykilhugtökum: orkustöðvar (chakras), orkubrautir (nadi), lífsorku (prāṇa), innri eldur (agni) bæði til að þróa í eigin iðkun sem og fær inn í þína kennslu.

HUGARÞJÁLFUN RAJA JÓGA

Við munum kafa ofan í kjarnatexta jóga lífsspeki, Jóga Sútrur Patanjali, sérstakt mikilvægi verður á fyrstu 2 kaflana. Nemendur munu læra að þekkja grunnhugtök fyrstu tveggja kaflana og hvernig þau fléttast inn í kennslu og iðkun: Nirodha, Abhyasa og Vairagyam, Kriya Yoga, Klesa, Astanga Yoga

ANATÓMÍA OG LÍFEÐLISFRÆÐI

Hæfur jógakennari þarf að hafa góðan skilning á tvennu, hreyfifræði liða og vöðva og hvernig samspil er á milli stellinga, hryggjar og hvernig hver einstaklingur hreyfir. Undirstöðuskilningur í lífeðlisfræði andardrátts og hvernig líkaminn andar, allt Hatha Jóga byggir á hvernig andardráttur breytir líkama og huga iðkanda.

Anatómíkennsla er rafrænt nám og fer í gegnum eftifarandi vefsíðu:

https://www.yoganatomy.com/

KENNSLUFRÆÐI

Nemendur mun læra ítarlega hina fimm þema kennslu í Art of Yoga og kenna það bæði til byrjenda og millistigsnemenda. Nemendur munu læra hina 6 kafla Hatha Yoga iðkunar og mikilvægi hvers fyrir sig. Farið verður yfir raddþjálfun og mikilvægi þess að geta kennt með röddinni til að vernda líkama kennarans. Allir nemendur munu skilja hvernig þeir skipuleggja sína tíma bæði til skamm og langtíma áæltun.

DAGSETNINGAR OG DAGSKRÁ HELGANNA

Námið er kennt yfir 9 Helgar 2025 – 26 og hefst í lok Ágúst

Dagsetningar helganna er eftirfarandi:

29 – 31 Ágúst

19 – 21 September

17 – 19 Október

14 – 16 Nóvember

12 – 14 Desember

16 – 18 Janúar

13 – 15 Febrúar

13 – 15 Mars

10 – 12 Apríl

Dagskrá hverjar helgar er eftirfarandi:

Föstudagur:

Kennt frá 17:00 – 21:00

Laugardagur:

Kennt er frá 09:00 – 12:00

Hádegishlé 12:00 – 14:00

Kennt er frá 14:00 – 18:00 

Sunnudagur:

Kennt er frá 09:00 – 12:00

Hádegishlé 12:00 – 14:00

Kennt er frá 14:00 – 18:00

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar