Menu

Jóga Leiðin

Leið Einstaklings að Dýpri Iðkun

Hvað er Jóga Leiðin?

Jóga Leiðin er ferli fyrir þann sem vill þróa eigin iðkun, byggja upp innri styrk, skilning og djúpstæða næringu í sitt daglega líf. Þetta er ekki hefðbundin jógatími – heldur þróunarleið þar sem þú lærir að æfa af dýpri meðvitund, með réttum áherslum og persónulegri leiðsögn.

Þegar þú gengur inn í Jóga Leiðina ertu að taka fyrsta skrefið frá því að vera “nemandi” yfir í að vera iðkandi – sá sem byggir upp eigin vegferð, eigin færni og eigin stöðugleika.

Einkaþjálfun í Jóga og lífstílsráðgjöf

Undirstöður Jóga Leiðarinnar

Leiðin byggir á lögmálum Hatha og Raja Yoga samkvæmt kennslu T. Krishnamacharya og nútíma lífeðlisfræði andardrátts.

 

Þrír grunnþættir leiðarinnar

  • Öndunarmiðuð hrygghreyfing – djúpt samspil milli alls líkama, hryggs og öndunar.
  • Sitjandi öndunariðkun – til að byggja upp stöðuga orku, gott úthald, einbeitingu og hugarró.
  • Djúpstæð kyrrð / hugleiðsla – að rækta það sem er á bak við hreyfingu líkama og huga.

Þetta skapar samfellt ferli, þar sem iðkunin þróast í takt við þig, ekki öfugt.

Fyrir hvern er Jóga Leiðin?

Fyrir þá sem vilja byggja upp persónulega jógaiðkun.

Fyrir jógakennara sem vilja efla og dýpka eigin iðkun.

Fyrir iðkendur sem finna að þeir þurfa eitthvað meira en hóptíma.

Fyrir þá sem vilja sértækan styrk- og hreyfanleika, aukningu í orku, rétta líkamsbeitingu, öndunarfærni og innri ró.

 

Þetta er leið fyrir þá sem vilja skapa lifandi iðkun sem er í stöðugri þróun.

2

Hvert er Ferlið?

1) Mat og skýrt upphaf

Við greinum:

  • Líkamsstöðu og hreyfimynstur
  • Öndunarmynstur og öndunardýpt
  • Styrk- og hreyfanleika
  • Þín markmið og hvaða vegferð þú ert á

2) Persónulegt æfingaplan

Þú færð:

  • Æfinarútínur
  • Rétt öndun í hreyfingu
  • Hreyfing sem styður og þróar
  • Reglulega uppfærslu á rútínum

3) Þín iðkun á milli tíma

Þú gerir:

  • Þetta er hjarta Yogi Leiðarinnar.
  • Þú vinnur með stutt heimaprógrömm sem við aðlögum á viku fresti.
  • Þannig þróast þú í raun, ekki bara á dýnunni heldur líka í daglegu lífi.

4) Eftirfylgni

Við fylgjum:

  • Bein samskipti á Messenger eða öðru samskipta formi.
  • Tryggja að þú sért á réttri braut og fáir svör strax.
  • Við aðlögum æfingar strax eftir þörfum.

Ég byrjaði í einkakennslu hjá Talyu því mig langaði fyrst og fremst að dýpka skilning minn á jóga. Mig langaði að læra meira um einstaklingsbundna nálgun og öðlast færni í að stunda jóga á eigin hátt í takt við minn líkama. Hjá Talyu hef ég lært ótal margt sem ég er afar þakklát fyrir. Ég bý yfir meiri sjálfsaga og lít á mína iðkun sem óumflýjanlegan hluta af mínum degi. Einnig bý ég yfir aukinni færni þegar kemur að andardrættinum og tengingu hans við mína persónulegu iðkun. Það sem kom mér sennilega mest á óvart er hversu djúpstæð áhrif þessi iðkun hefur haft á mína heilsu, bæði andlega og líkamlega. Ég hef öðlast ákveðna tengingu við eigin líkama og betri skilning á því hvað jóga getur gefið manni dags daglega. Ég hlakka alltaf til að mæta til Talyu enda hefur hún afar hlýja nærveru og er einstaklega fær í því að nálgast æfingarnar á heildstæðan hátt og gefa mér tækifæri til að þroskast á eigin vegum. Ég er spennt að sjá hvert áframhaldandi iðkun leiðir mig.

Íris Hauksdóttir

Ég var búinn að vera prufa hina ýmsu jóga kennslu sem var einhvern veginn ekki að henta mér. Eftir smá leit á alheimsvefnum þá rakst ég á lítið jóga stúdíó í skipholtinu sem bauð uppá einkakennslu í 1 á 1. Eitthvað sem ég hafði ekki séð áður. Ég var fljótur til og pantaði mér tíma hjá Gumma sem fyrst. 

Þetta er einhver sú besta ákvörðun sem ég hef tekið fyrir sjálfan mig. Þau Gummi og Talya í Art of Yoga eru einstök, alveg sér á báti með nálgun á jóga og svo ekki sé minnst á yndislega nærveru. Ég hef á okkar vegferð dýpkað skilning minn á líkamanum og sérstaklega hvernig hausinn virkar. Hvernig hægt og rólega sé leiðin að bættri líðan, bæði líkamlegri og andlegri.

Ég mæli hiklaust með að skella sér í tíma hjá þeim ef þú ert að leita að dýpri nálgun á jóga og heilsu almennt.

Jóhannes Davíð Hreinsson

Hef í rúmlega 20 ár gert fjölmargar tilraunir til að nýta mér líkamsræktarstöðvar án mikils árangurs. Hætti yfirleitt að mæta fljótlega. Komst að því að hóptímar í Jóga hentuðu betur án þess að ég næði að festa rútínu í sessi. Mætti vel á tímabilum, svo komu lengri tímabil þar sem mætingin datt niður. Hef nú gert Vinijóga æfingar daglega, með örfáum undantekningum, síðan ég byrjaði síðastliðið sumar.

Ástæðurnar fyrir því hve vel hefur gengið að halda sig við efnið eru margþættar. Gott samband við kennara og fagmennska hans. Formið á iðkuninni hefur hentað mér vel. Að vera bæði undir leiðsögn en geta líka æft heima hjá sér í stað þess að fara annað til að gera æfingarnar. Þetta býður upp á meiri sveigjanleika en t.d. það að þurfa að fara út í bæ á fyrirfram ákveðnum tímum. Það að innihald æfinganna og rútínan miðast við eigin þarfir, og þann stað sem maður er á, en þessháttar þjónustu er erfitt að veita í hópiðkun. Eftirfylgdin er líka mjög öflug varðandi það að fylgjast með iðkun og þróa hana áfram. Miðað við það sem ég hef fengið er verðið líka mjög hagstætt.

Einar Kvaran

Einkaþjálfun í jóga og lífstílsráðgjöf

Hver er Ávinningurinn?

Í Jóga Leiðinni þróast þú vegna nákvæmni einstaklingsmiðaðrar þjálfunar. Það eru einstakir ávinningarnir sem koma fram með 1 á 1 leiðsögn:

Rétt áreynsla í Öndun
Í 1 Á 1 vinnu lærir þú að stjórna andardrættinum þannig að hann vinnur með þér, ekki á móti þér. Flestir anda of djúpt, of hratt eða með röngu álagi án þess að gera sér grein fyrir því. Í persónulegri aðferð stillum við takt, dýpt, hlutföll og áreynslu svo öndunin verði burðarás krafts, kyrrðar og skýrleika – eitthvað sem er ómögulegt að kenna í hóptímum.
Greining og leiðrétting á rangri líkamsbeitingu í stellingum
Flestir bera með sér hreyfimynstur sem hafa þróast í mörg ár og halda þeim aftur í iðkuninni. Í 1 á 1 vinnu greinum við hvernig líkaminn hreyfist í raun og leiðum þig í að nota styrk, hrygg og liðamót á réttan hátt. Með tímanum byggir þú nýtt, heilbrigðara hreyfimynstur sem styður styrk og vellíðan í stað þess að skapa spennu og bólgur.
Þróun á ákveðnum stellingum eða líkamshlutum
Hvort sem þú vilt dýpka ákveðna stöðu eða vinna með tiltekna líkamshluta – mjaðmir, axlir, hrygg eða annað – þá veljum við réttu forstillingarnar og byggjum upp styrk og liðleika skref fyrir skref. Þú lærir að þróa stellingu í áföngum þar sem hvert skref þjónar næsta, þannig að árangurinn verður stöðugur og öruggur.
Innri stöðugleiki með þróun í sitjandi öndun og hugleiðslu
Í sitjandi öndun og kyrrð vinnum við með stöðugleika í huga, ró taugakerfisins og einbeitingu án áreynslu. Þetta verður grunnurinn að djúpri innsýn í sjálfan þig og eðlilegri kyrrð sem fylgir þér út í daginn – ekki bara á dýnunni.
Iðkun sem fylgir þér inn í daglegt líf
Markmið Yogi Leiðarinnar er ekki tímabundin „góð stund“ heldur ferli sem fylgir þér inn í lífið sjálft. Með reglulegum tíma, skýrri aðlögun og heimaiðkun verður öndunin stöðugri, hreyfingin heilbrigðari og hugurinn rólegri. Iðkunin verður hluti af lífsstíl þínum – og þú ferð að lifa jóga.

Jóga Leiðin er ekki jógatími. Hún er ferli. Hún er aðferð. Hún er persónuleg og umbreytandi.

Hún er þín persónulega leið til að byggja upp orku, styrk- og hreyfanleika, öndun og innri ró – í takt við þinn líkama, þitt líf og þína orku.

Ókeypis ráðgjöf

Ef þú ert óviss um hvaða leið eða pakki hentar þér er frí ráðgjöf besta fyrsta skrefið.

Í 30 mínútna samtali á Zoom eða í síma förum við yfir:

 

✔  Markmið þín

✔  Stöðu líkama og öndunar

✔  Hvaða leið hentar þér best

✔  Hvaða pakki er raunhæfur fyrir þig

Tilbúin(n) að byrja strax?

Ef þú veist hvað þú vilt og ert tilbúin(n) í ferlið geturðu skráð þig beint. Við sendum staðfestingu, greiðsluupplýsingar og finnum tíma með þér.

👉 Skrá mig í 1 Á 1 Yoga Leiðina

Viltu sjá verðin og pakkana?

Við höfum einfaldan og sanngjarnan verðlista sem byggir á skýru mánaðarfyrirkomulagi.

👉 Skoða verðskrá 1 á 1

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar