Lærðu, iðkaðu og þróaðu hæfni þína til að hafa stjórn á líkama þínum, meistra orku þína og beina huga þínum í friðsælan farveg.
FYRIR HVERN!
Sá sem vill fara dýpra í eigin iðkun.
Sá sem vill vita afhverju og hvernig.
Sá sem er tilbúin/n að taka ábyrgð á sinni iðkun.
Sá sem vill þróa persónulega iðkun og hafa mikið aðhald.
Sá sem hefur sjálfstæði og sjálfshvatningu.
VIÐ HVERJU GET ÉG BÚIST
✔ Að vinna með þaulvönum kennara í 1 Á 1 einkaþjálfun er leiðin að þínum markmiðum.
✔ Þú vinnur beint að þínum persónulegu markmiðum, með því að nota allt litróf jógískra verkfæra sem styðja þína líkamlegu, orkulegu og andlegu þróun.
✔ Við innleiðum persónulegt æfingarplan í daglegt líf hjá þér, sem er sérsniðið fyrir þig með sannreyndum jóga- og lífsstílsaðferðum til að hámarka þinn árangur.
✔ Þér verður leiðbeint skref fyrir skref í gegnum ferlið, og með tíð og tíma þróast planið og jógísku verkfærin, eftir þínum árangri.
Ég byrjaði í einkakennslu hjá Talyu því mig langaði fyrst og fremst að dýpka skilning minn á jóga. Mig langaði að læra meira um einstaklingsbundna nálgun og öðlast færni í að stunda jóga á eigin hátt í takt við minn líkama. Hjá Talyu hef ég lært ótal margt sem ég er afar þakklát fyrir. Ég bý yfir meiri sjálfsaga og lít á mína iðkun sem óumflýjanlegan hluta af mínum degi. Einnig bý ég yfir aukinni færni þegar kemur að andardrættinum og tengingu hans við mína persónulegu iðkun. Það sem kom mér sennilega mest á óvart er hversu djúpstæð áhrif þessi iðkun hefur haft á mína heilsu, bæði andlega og líkamlega. Ég hef öðlast ákveðna tengingu við eigin líkama og betri skilning á því hvað jóga getur gefið manni dags daglega. Ég hlakka alltaf til að mæta til Talyu enda hefur hún afar hlýja nærveru og er einstaklega fær í því að nálgast æfingarnar á heildstæðan hátt og gefa mér tækifæri til að þroskast á eigin vegum. Ég er spennt að sjá hvert áframhaldandi iðkun leiðir mig.
Íris Hauksdóttir
Ekki viss hvar á að byrja.
Bókaðu tíma í ráðgjöf
Bókaðu 30 mínútna ráðgjöf með Gumma eða Talya á Zoom eða í Stúdíóinu
Gummi og Talya eru þrautþjálfaðir og þaulvanir jógakennarar með yfir fjögurra áratuga samanlagða reynslu í jógakennslu og hafa sérhæft sig í 1 Á 1 einkaþjálfun og jóga þerapíu síðan 2008.
Þau brenna bæði fyrir að hjálpa nemendum að ná raunverulegum umbreytingum í gegnum 1 Á 1 einkaþjálfun og jóga þerapíu.