Menu

Velkomin í Art of Yoga

Næstu Námskeið

Jóga Námskeið og vinnustofur

Námskeið sem efla þig í Iðkun og Kennslu

Velkomin í úrval námskeiða sem styðja þig í þinni persónulegu og faglegu þróun! Hvort sem þú ert jógaiðkandi sem vill dýpka skilning sinn eða jógakennari sem vill efla færni sína, þá finnur þú hér námskeið sem hjálpa þér að ná þínum markmiðum.

Þú velur hvernig þú lærir:

Á staðnum – Upplifðu kennslu í hlýlegu og lifandi umhverfi.
Fjarnámskeið í beinni – Taktu þátt hvar sem er og njóttu leiðsagnar í rauntíma.
Stafræn námskeið – Lærðu á þínum eigin hraða, hvenær og hvar sem þér hentar.

Vertu með og taktu næsta skref í þínu jógaferðalagi!

Einkaþjálfun í Jóga

1 Á 1 einkaþjálfun í jóga. Fáðu einkatíma með Gumma og Talyu

1 Á 1 Jóga

Hóptímarnir okkar eru frábær leið til að þróa þína almennu jóga iðkun, en til að sníða árangur að þínum einstöku þörfum og markmiðum er ekkert betra en 1-Á-1 einkaþjálfun í jóga.

1 Á 1 jóga þerapía með Gumma og Talyu

Jóga Þerapía

Jóga þerapía er sjálfeflandi aðferð þar sem megináherslan er að hjálpa þér að líða betur. Draga úr þjáningu, minnka þau einkenni sem þú glímir við og færa þér aukna, vellíðan, gleði og sátt.

1 Á 1 öndunarþjálfun með Gumma og Talyu

Öndunarþjálfun

Röng öndun er ávísun á Streitu, þróun Langvinnra sjúkdóma og heilsuleysi. Rétt öndun er undirstaða að heilsu, hreysti og vellíðan. Einkaþjálfun í öndun sníðir þjálfun að þinni heilsu og lífsstíl.

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar