Menu

JÓGAÞERAPÍA

Með Gumma eða Talyu

Lærðu á staðnum eða í fjarþjálfun á netinu.

Hefurðu einhverntíma hugsað með þér!

"Hvernig væri lífið ef ég hefði aukið frelsi frá mínu króníska ástandi og öllum þeirra einkennum?"

Að finna aukna vellíðan í eigin líkama, í staðinn fyrir verki og bólgur.

Að hafa orku fyrir áskoranir dagsins, í stað við þreytu og sljóleika.

Að hafa meiri gleði og sátt, í stað kvíða og þunglyndis.

Að hafa aukna bjartsýni, í stað þess að vera þjakaður af þunga lífsins.

Að hafa skýrleika í hugsun, í stað heilaþoku og efa.

hvílast vel og djúpt, í stað þess að glíma við svefnleysi.

Að viðhalda ró og afslöppun, í stað streitu og spennu.

Að finna tengingu og samhljóm innra með þér, í stað einmannaleika og depurðar.

Þú hefur kannski, eins og margir nemendur okkar, prófað alls kyns mismunandi meðferðir, hvort sem þær eru hefðbundnar eða óhefðbundnar, en samt hefur þú ekki náð þeim árangri sem þú vildir eða losnað við þín einkenni? Við trúum því að raunverulegur bati hefjist þegar þú tekur stjórnina í eigin hendur. Með því að vinna saman, með réttu verkfærin og réttu ákefðinni, geturðu snúið við einkennum þínum og skapað betra líf fyrir sjálfan þig. Er ekki komin tími til að reyna eitthvað öðruvísi?

Einkatímar í jóga
4

„Er þessi æfing/bætiefni/athöfn/vara o.s.frv. ekki góð fyrir mig og ástandið sem ég er með?“…… Eftir yfir 15 ár í okkar vinnu með Jógaþerapíu er þetta það sem við heyrum hvað oftast. Það er mikilvægt að skilja að það sem er skaðlegt fyrir einn er gagnlegt fyrir annan.

Það er engin ein æfing eða ein lausn sem hentar öllum. Allt fer eftir þínum aðstæðum, þínum einstaka líkama, þinni hugsun, viðhorfum og orku-upplagi. Þinn bati byggist ekki eingöngu á verkfærunum sem þú færð, heldur fyrst og fremst ferlinu! Hvernig þú þróar verkfærið skref fyrir skref, og með tíma öðlast nauðsynlega færni til að hrinda fram breytingum, þetta kallast sjálfsefling, þín færni verður þín breyting.

Það er okkar reynsla að bati krefst þess að þú þróir með þér vissa eiginleika:

Taka ábyrgð á eigin heilsu

Regluleg Ástundun

Rækta jákvætt viðhorf til sjálfs síns

Trú að bati er mögulegur með sjálfs-vinnu

Þú ert aldrei ein í þessu, í samvinnu með okkur verða þínar breytingar mögulegar.

Ég var kominn á slæman stað með bakið á mér, korter í aðgerð út af brjósklosi. Ég kom í ráðgjöf til Gumma og fann strax að ég var í höndum hjá sérfræðingi. Ég var í 6 mánaða stífu æfingaplani hjá honum og bjargaði mér frá aðgerð. Bakið er að mestu til friðs, en ef ég finn eitthvað þá mæti ég til Gumma og hann hjálpar mér aftur á réttu brautina.

Sverrir

Það eru tvö ár síðan ég byrjaði í jógaþerapíu hjá Talyu og líðan mín hefur tekið miklum breytingum til hins betra. Talya byrjaði á að skoða og greina heilsufar mitt og bjó til daglegt æfingaplan sniðið að mínum þörfum og getu.
Ég hafði lengi glímt við verki í stoðkerfi en með daglegri iðkun undir handleiðslu Talyu hef ég losnaði við þá og öðlast betri heilsu en ég hef haft í fjölda mörg ár.

Áður fyrr hafði ég verið í jóga hóptímum í mörg ár, sem gerði mér gott, en það dugði ekki til. Ég þurfti alltaf að leita annarra leiða til að losna við verki í stoðkerfinu með því að fara í nudd, hnykkingar og nálastungur. Þess þarf ég ekki lengur, takk kærlega Talya.

Björk Magnúsdóttir

Var kominn á slæman stað með stöðuga liðverki í mjöðm. Viðmót kennarans og árangurinn kom mér satt að segja á óvart. Gummi lét mig ekki komast upp með að sleppa æfingum heima, og þegar ég var farin að iðka daglega lét árangurinn ekki á sér standa. Hreyfigeta mín jókst til muna. Gummi var alltaf mjög vel heima í mínum málum og fylgdi vel eftir þeim breytingum sem urðu á ástandi/getu minni eftir hvern tíma með honum. Ef ég var í vafa með eitthvað gat ég alltaf sent Guma línu og fékk svar um hæl. Iðkunin virkaði mjög vel fyrir mig, hvoru tveggja sem hugleiðsla og sem líkamsæfingar við slitgigt.

Anna Þórisdóttir

Er búinn að vera kvíðinn síðan ég man eftir mér, var oft að lesa mér til um jóga og hafði trú að það væri eitthvað í jóga sem gæti hjálpað mér. Vinnufélagi sagði mér frá jóga þerapíunni, það hafði virkað vel fyrir hann. Þetta fór hægt af stað hjá mér, því ég var latur við æfingarnar, Gummi sagði mér að þetta mundi ekki ganga upp svona þannig ég hóf að iðka á fullu. Það tók mig um 4 mánuði að vera frír frá kvíðanum svona að mestu leyti. Ég mæti ennþá annað slagið til Gumma svona til að halda mér við.

Kristján Pétursson

Var komin í algjört orkulegt hrun og var gjörsamlega áttavillt hvað ég ætti að gera. Vinkona mælti með Gumma og ég mætti í ráðgjöf, ég var þvílíkt efins eftir okkar samtal en ákvað samt að prófa. Þó æfingarnar hafi verið einfaldar þá voru þær mér erfiðar og ég var alveg að fara að gefast upp, Gummi hlustaði ekkert á röflið í mér og sagði endalaust “ein iðkun í einu”. Með hans stuðning hélt ég áfram, árangurinn kom hægt og rólega. Ég er ennþá að byggja mig upp hægt og rólega, og ég er sannfærð að þessu iðkun hefur bjargað lífi mínu. Takk Gummi fyrir að hlusta ekki of mikið á röflið í mér.

Helena

Forn Iðkun sem Byggir á Nútíma Vísindum

Jógaþerapía er sjálfeflandi iðkun, sem á rætur sínar að rekja til Hatha- og Raja jóga, og styðst við meginlögmálum Ayurveda (og kerfi meginreglna sem mætir einstaklingnum þar sem hann er staddur og leiðir hann skref fyrir skref í átt að markmiðum sínum). Þerapían er fjölvídd nálgun sem meðhöndlar alla manneskjuna heildrænt, hvort sem vandamál eru líkamleg eða tilfinningaleg. Þessi heildræna aðferð hefur staðist tímans tönn í aldaraðir og hefur sannað gildi sitt við að bæta almenna vellíðan og meðhöndla margvísleg krónísk vandamál.

Nútíma vísindi andardrátts styðja þessar fornu aðferðir með því að leggja áherslu á mikilvægi öndunar-rytma fyrir heilsu. Stjórnuð öndun, hefur hefur þann eiginleika að breyta gasskiptum lungna sem breytir allri líffræði líkamans, dregur stórlega  úr streitu og stór-eykur andlega skerpu. Með því að samþætta þessi vísindalegu innsýn býður jógameðferð upp á öfluga og heildstæða nálgun til bata.

Hvort sem þú glímir við stoðkerfisvandamál, tilfinningalega togstreitu eða einfaldlega leitar leiðar til betri heilsu, þá býður Jógaþerapía upp á einstaklingsmiðaða og áhrifaríka vegferð til að styðja við þína heilsu.

5

Hinar 6 Stoðir Jógaþerapíu

Með hinum 6 stoðum jógaþerapíu, rétt öndun, rétt hreyfing, djúp hvíld, samtal, réttur lífstíll og rétt ástundun, sköpum við heildræna nálgun að heilsu og vellíðun hjá þér.  Hvort sem þú ert að glíma við langvinna sjúkdóma eða leitar eftir heildrænni vellíðan mun nálgun okkar leiða þig í átt að jafnvægi og heilbrigðu lífi.

Rétt Öndun

2

Rétt öndun beinist að jafnvægi í öndunartakti, sem hjálpar við að draga úr oföndun, sem eykur orku þína, heilar líkamann og endurheimtir heilbrigða öndunarytma.“

Rétt Hreyfing

3

Í jógaþerapíu er rétt hreyfing stjórnuð, meðvituð og aðlöguð að þörfum hvers og eins. Hún stuðlar að heilun, jafnvægi og stöðugleika án þess að valda álagi eða ýfa upp einkenni.

Djúp Hvíld

4

Djúp hvíld er forgangsröðun til að endurræsa taugakerfið. Með því að rækta djúpa hvíld gefur þú líkamanum tækifæri til að jafna sig, endurhlaða og endurheimta varanlegt heilbrigði.

Lífstíll og Fæði

5

Lífstíll og réttara fæði skapa stóran þátt hvort lífið sé í jafnvægi eða ójafnvægi. Þessi stoð miðar alltaf að því hvað er mögulegt fyrir þig að breyta í þínum lífstíl og hversu stór þáttur það er í þínu bataferðalagi.

Samtalið

1

Jógaþerapía er samvinna og samtal milli jóga-þerapistans og þín, með þessari samvinnu öðlast kennarinn dýpri innsýn í þarfir þínar sem skilar sér í dýpri vinnu.

Rétt Ástundun

6

Rétt ástundun fylgir alltaf sá tími sem þú ert tilbúin að fjárfesta í þér og þau einkenni sem þú glímir við, regluleg ástundun er lykillinn að varanlegum bata.

Jógaþerapía hjálpar við einkenni eftirfarandi krónískra kvilla

Stoðkerfiskvillar eins og krónískir verkir, vefjagigt, gigt, hryggskekkja, mjóbaks- og brjóstbaksverkir, háls og axlir, mjaðmir, hné.

Streitutengd einkenni eins og svefnleysi, ofhugsun, höfuðverkir og síþreyta.

Geðkvillar eins og þunglyndi, kvíði, ofsakvíðaköst.

Fíknir og átraskanir

Hjarta- og öndunarfærasjúkdómar eins og háþrýstingur, astmi, COVID-19.

Meltingarvandamál eins og hægðatregða, bólgur í kviðarholi, ertibólgusjúkdómur í þörmum.

Taugasjúkdómar eins og MS-sjúkdómur, Parkinsonsveiki.

Sjálfsofnæmissjúkdómar

KOMDU OG PRÓFAÐU

SANNGIRNISVERÐ

Greiddu það sem þú hefur ráð á

Veldu þitt framlag á milli 8.000 - 16.000 kr. fyrir hvern tíma

Það er okkar trú að Jógaþerapía eigi að vera aðgengileg fyrir alla sem eru tilbúnir að vinna með sjálfan sig.

Vertu hjartanlega velkomin/n.

3
Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar