Menu

 

6. janúar

jóga nidra

Jóga Nidra er forn jógaástundun sem hefur notið vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi á liðnum árum. Ekki síst vegna þess að aðferðin losar um streitu og spennu sem fylgir auknu álagi, hraða og annríki nútímamannsins.

Nidra þýðir svefn, en ólíkt svefni er Jóga Nidra meðvituð djúpslökun handan hugsana og tilfinninga. Í Jóga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir. Þessi djúpa slökun hjálpar við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi. Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum. Hún getur birst í mismunandi myndum og er stundum svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum. Jóga Nidra er ein af mörgum aðferðum að vakna til vitundar.
Jóga Nidra leiðir til vakningar varðandi öndunartækni, orku og líkamsvitund. Leitt er inn í slökunina með mismunandi hætti og smám saman er farið inn á dýpsta svið slökunar. Þar getur líkaminn heilað sig, náð jafnvægi og losað um streitu, kvíða og órólegar hugsanir.

Í tímunum er farið í mjúkar flæðandi jógastöður í 15-20 mínútur áður en farið er í djúpslökunina. Gott er að hafa með sér augnpúða eða klút til að leggja yfir augun.
Um er að ræða hóptíma/námskeið.

Dagsetning: Hefst 6. janúar og stendur í 6 vikur.
Kennsla: Kennt er á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:15 – 18:30
Kennari: Sigurbjörg Þorgrímsdóttir
Verð: 20.900 kr, námskeiðsgjald, greiðist að fullu í fyrsta tíma.

Skrá mig

< Námskeið

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar