Menu

 

4 nóvember - 12 desember

hugaðu að þér

Sex vikna námskeið í gong slökun og kundalini jóga með áherslu á að bæta líðan

Sex vikna námskeið í gong slökun og kundalini jóga með áherslu á að bæta líðan. Námskeiðið hefst mánudaginn 16. september 2019. Kennt er tvisvar í viku.

Tímarnir eru á mánudögum kl. 20:00-21:15 en þá er löng gongslökun ásamt léttum teygjum, jóga nidra eða sjálfsnuddi. Miðvikudagstímarnir eru kl. 19:00-20:15 þar sem gerðar eru kundalini yoga kriyur (æfingasett) ásamt stuttri gongslökun og hugleiðslu.

Mjúkar æfingar kundalini jóga og tónheilun frá gonginu vinna saman að því að styrkja taugarnar, koma jafnvægi á orkustöðvarnar, sem og auka meðvitund okkar um eigin líðan og tilveru. Þannig verðum við betur í stakk búin til að takast á við daglegt amstur.
Margar rannsóknir sýna fram á heilunarmátt hljóða og er tónheilun gongsins einstaklega áhrifarík. Ómurinn smýgur inn í hverja frumu líkamans, hjálpar okkur að gefa eftir, hreinsa út gamlar tilfinningar og vinna úr áföllum. Kundalini jóga býr yfir mörgum æfingasettum sem stuðla að bættri líðan, líkamlegri sem andlegri, styrkja taugarnar og losa um spennu.

Náðu betra jafnvægi og hugaðu að þér – þú átt það skilið.

Hvenær:

Kennt er tvisvar í viku; á mánudögum kl. 20:00 – 21:00 og miðvikudögum kl. 19:00 – 20:15. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru hádegistímar í Art of Yoga, sjá vefsíðu
Fyrsti tíminn er mánudaginn 16. sept. nk.Hvar: Kennt er í Art of Yoga, Skipholti 35 (fyrir ofan Gúmmívinnustofuna).Kennari: Áslaug Maack Pétursdóttir.Skráning: fer fram með skilaboðum hér á facebook, í síma 820-9597 eða með tölvupósti: gongyogais@gmail.comVerð er 20.900 kr. Námskeiðsgjald er greitt að fullu við skráningu.

< Námskeið

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar