Menu

listin að jóga

leiðin að persónulegri

umbreytingu

stig 2

Fyrir hvern

Stig 2 er samtals 50 klukkustunda framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa tekið Listin að vinijóga stig 1. Námskeiðin hafa þríþætt hlutverk, að veita djúpa innsýn í jóga fræðin varðandi iðkun og fræðslu út frá vinijóga hefðinni. Að veita nemandanum ítarlega þjálfun í daglegri jóga iðkun til að stuðla að innri breytingum og almennri vellíðan. Og undirbúningur fyrir jógakennaranám fyrir þá sem kjósa. Námskeiðin henta eftirfarandi:

Þetta er upprunalegt námskeið frá hinum virta jógaskóla í Englandi Centre for Yoga Studies. Námskeiðið dregur fram kjarnan í jóga út frá vinijóga hefðinni, sem fræði og iðkun. Námskeiðið þróaðist úr miðlun milli TKV Desikachar og Paul Harvey.

Stig 1-2 samsvara 60 stunda námi hjá British Wheel of Yoga, Association of Yoga Studies Foundation Course og Yoga Alliance Foundation Course. Stig 2 verður kenndur haust 2020.

 

skilyrði fyrir þátttöku

Hafa lokið listin að vinijóga stig 1.

Nemandinn þarf að hafa stundað jóga í lágmark eitt ár.

Nemandinn þarf að taka 5 tíma í einstaklingsmiðaðri iðkun á meðan námskeiðið stendur.

Mælst er með að nemandinn viðhaldi daglegri iðkun sem tekur um 25 mínútur á dag á meðan námskeiðið stendur.

Kennsluefni

Hver þáttakandi mun fá 120 blaðsíðna handbók sem inniheldur eftirfarandi.

Jógaiðkun

 • Að læra aðferðir og vitundartækni sem stuðla að fínstillingu persónulegrar skammtíma- og langtímaiðkunar.

 

Lífsspeki jóga (Yoga Sūtra)

 • Að kanna lykilhugtök og grunn sútrur úr fyrsta kafla.
 • Að kanna lykilhugtök og grunn sútrur úr öðrum kafla.

 

Uppruni jóga

 • Hvað er jóga og hefur tilgangur þess og vægi breyst í nútímasamfélaginu?

 

Stellingar (āsana) í jógaiðkun

 • Hver er skilgreining, tilgangur og ávinningur af ástundun āsana?
 • Valdar framteygjustöður, bakfettur og hryggvindur skoðaðar, ásamt mismunandi setu asana og mudra.
 • Af hverju og hvernig við notum hreyfingu, og hvaða āsana við veljum að iðka í kyrrstöðu frekar en aðrar, sem leið við ástundun āsana.
 • Hvaða lögmál og mismunandi aðferðir í iðkun, eru nauðsynlegar þegar kemur að āsana?
 • Kynning á rútínugerð sem varðar eigin persónulega ástundun í āsana, hvernig rútínan tekur mið að þeim markmiðum sem við höfum hverju sinni.
 • Að læra að rýna í eigin iðkun með aukinni vitund.
 • Þróun jóga sem kennsla/iðkun í gegnum aldirnar.

 

Sitjandi öndun (prānāyāma) í jógaiðkun

 • Hver er skilgreining, tilgangur og ávinningur að prānāyāma iðkun.
 • Hver eru tengsl prānāyāma við āsana iðkun?
 • Könnum mismunandi prānāyāma tæknir, bæði til að auka skilning og sem möguleiki sem dagleg iðkun.
 • Skilningur á mismunandi lögmálum pranayama sem iðkun og hvaða hlutverk hún hefur í iðkun.

 

Hugleiðsla (Dhyāna) sem hluti af heildrænni iðkun

 • Hver er skilgreining, tilgangur og ávinningur af hugleiðslu?
 • Hvernig á að læra grunnaðferðir hugleiðslu með āsana og prānāyāma.

 

Hljóð í iðkun (nāda yoga)

 • Kannað verður hljóð og mantra í mismunandi iðkunum

 

Āyurveda í hversdagslífi

 • Hlutverk jóga sem leið til að viðhalda góðri heilsu eða meðferð til að bæta heilsu
 • Kynning á tilgangi og aðferðafræði ayurveda og tengslum þess við jóga.
 • Að skilja frumreglur í notkun orkugreiningaraðferða āyurveda.
 • Að læra að greina orkusamsetningu okkar eins og kennt er í hefðbundnum āyurvedafræðum.
 • Að skilja hlutverk og áhrif mataræðis á orkusamsetningu okkar eins eins og kennt er í hefðbundnum ayurvedafræðum.
 • Að nota āyurveda sem stuðning við lífsstíl í dagsins önn.

 

Jóganemandinn

 • Hefð jógafræðanna frá T. Krishnamacharya og T.K.V. Desikachar.
 • Stig þróunar innan kennsluaðferðafræði frá T. Krishnamacharya.

 

Leiðbeiningar um heimanám og heimaiðkun

 • Leiðbeiningar um hagnýtar leiðir í iðkun þegar kemur að okkar persónulegu iðkun í formi sjálfsskoðunar, lesturs, og æfinga.

Dagsetning, skráning og verð

 

Kennari

Talya og Gummi hluti af námskeiðinu fer fram á ensku

 

Dagsetning

Kennt haust 2020, dagsetningar koma síðar

 

Þátttakendur

Takmarkað pláss.

 

Verð

Kynnt síðar

SKRÁ MIG

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar