Menu
Talya að kenna listin að jóga

listin að jóga

leiðin að persónulegri

umbreytingu

Listin að jóga hatha jóga

50 klukkustunda jógakennaranám, námskeiðið er beint framhald af Listin að jóga grunnur að persónulegri iðkun.

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa jógaiðkendum og jógakennurum þjálfun í kennslu Krishnamacharya bæði sem iðkendur og jógakennarar.  Nemendur munu fá djúpa innsýn í jóga iðkun bæði sem dagleg iðkun og einnig sem viðbótarnám fyrir jógakennara.

T. krishnamacharya

“Teach what is inside you, not as it applies to you, to yourself, but as it applies to the others.”

Listin að jóga

Námskeiðið byggir á kennslu hins mikla meistara T. Krishnamacharya sem oft er nefndur “faðir nútíma jóga”. Hann sameinaði haṭha og raja yoga inn í eitt kerfi sem hann kallaði viniyoga. Hans nálgun var einstök, víðfem og oft lítt þekkt innan jóga heimsins. Hans kennsla spannaði alla anga jóga iðkunar og indverskrar hugsunar að hætti Veda fræðanna. Hann var kennari margra þekktra jóga meistara eins og T.K.V. Desikachar, Indra Devi, Iyengar og Pattabhi Jois, A.G. Mohan og fleiri.

 

 

Námskeiðin henta eftirfarandi:

Þetta er upprunalegt námskeið frá hinum virta jógaskóla í Englandi Centre for Yoga Studies. Námskeiðið dregur fram kjarnan í jóga út frá vinijóga hefðinni, sem fræði og iðkun. Námskeiðið þróaðist úr miðlun milli TKV Desikachar og Paul Harvey.

Bæði námskeiðin Listin að jóga samsvara 60 stunda námi hjá British Wheel of Yoga, Center for yoga studies og Yoga Alliance Foundation Course.

 

skilyrði fyrir þátttöku

Hafa lokið listin að vinijóga stig 1.

Nemandinn þarf að hafa stundað jóga í lágmark eitt ár.

Við mælum með að lágmarki 3 kennslustundum í 1 Á 1 jóga á meðan námskeiðið stendur.

Við mælum með að hver nemand viðhaldi að lágmarki um 25 mínúttna daglegri iðkun á meðan námskeiði stendur.

Kennsluefni

Hver nemandi mun fá 160 blaðsíðna handbók sem fylgir námskeiðinu. Efni námskeiðisins er eftirfarandi

Jógaiðkun 10,5 klst.

 • Að læra aðferðir og vitundartækni sem stuðla að fínstillingu persónulegrar skammtíma- og langtímaiðkunar.

 

Lífsspeki jóga (Yoga Sūtra) 3 klst.

 • Að kanna lykilhugtök og grunn sútrur úr fyrsta kafla.

 • Að kanna lykilhugtök og grunn sútrur úr öðrum kafla.

 

Uppruni jóga 0.75 klst.

 • Hvað er jóga og hefur tilgangur þess og vægi breyst í nútímasamfélaginu?

 

Stellingar (āsana) í jógaiðkun 10.5 klst.

 • Hver er skilgreining, tilgangur og ávinningur af ástundun āsana?

 • Vinnustofur á völdum framteygjum, bakfettum og hryggvindum, ásamt mismunandi sitjanndi āsana og mūdra.

 • Af hverju og hvernig við notum hreyfingu innan āsana, og hvaða āsana við veljum að iðka í kyrrstöðu frekar en aðrar.

 • Hvaða lögmál og mismunandi aðferðir í iðkun, eru nauðsynlegar þegar kemur að āsana?

 • Undirstöðu atriði í rútínugerð, hvernig rútínan tekur mið að þeim markmiðum sem við höfum hverju sinni.

 • Að læra að rýna í eigin iðkun með aukinni vitund.

 • Þróun jóga sem kennsla/iðkun í gegnum aldirnar.

 

Sitjandi öndun (prānāyāma) í jógaiðkun 4,5 klst.

 • Hver er skilgreining, tilgangur og ávinningur að prānāyāma iðkun.

 • Hver eru tengsl prānāyāma við āsana iðkun?

 • Könnum mismunandi prānāyāma tæknir, bæði til að auka skilning og sem möguleiki sem dagleg iðkun.

 • Skilningur á mismunandi lögmálum prānāyāma sem iðkun og hvaða hlutverk hún hefur í iðkun.

 

Hugleiðsla (Dhyāna) sem hluti af heildrænni iðkun 1,5 klst.

 • Hver er skilgreining, tilgangur og ávinningur af hugleiðslu?

 • Hvernig á að læra grunnaðferðir hugleiðslu með āsana og prānāyāma.

 

Hljóð í iðkun (nāda yoga) 1 klst.

 • Kannað verður hljóð og mantra í mismunandi iðkunum

 

Āyurveda í hversdagslífi 5.25 klst.

 • Hlutverk jóga sem leið til að viðhalda góðri heilsu eða meðferð til að bæta heilsu

 • Kynning á tilgangi og aðferðafræði āyurveda og tengslum þess við jóga.

 • Að skilja frumreglur í notkun orkugreiningaraðferða āyurveda.

 • Að læra að greina orkusamsetningu okkar eins og kennt er í hefðbundnum āyurvedafræðum.

 • Að skilja hlutverk og áhrif mataræðis á orkusamsetningu okkar eins og kennt er í hefðbundnum ayurvedafræðum.

 • Að nota āyurveda sem stuðning við lífsstíl í dagsins önn.

 

Jóganemandinn 0.75 klst.

 • Hefð jógafræðanna frá T. Krishnamacharya og T.K.V. Desikachar.

 • Stig þróunar innan kennsluaðferðafræði frá T. Krishnamacharya.

 

Leiðbeiningar um heimanám og heimaiðkun 13.75 klst.

 • Leiðbeiningar um hagnýtar leiðir í iðkun þegar kemur að okkar persónulegu iðkun í formi sjálfsskoðunar, lesturs, og æfinga.

dagsetning, skráning og verð

 

Kennarar:              

Talya og Gummi hluti af náminu fer fram á ensku.

 

Þátttakendur:     

Takmarkað pláss, hámark 9 þátttakendur

 

Verð:                       

134.900 kr. Greitt er skráningargjald 25.000 kr. við skráningu.

Eftir það eru 3 greiðslur sjá dagsetningu að neðan:

20 febrúar    36.630 kr.

8 maí.            36.630 kr.

26 júní.          36.630 kr.

 

Dagsetning:         

Kennt  2022 frá febrúar – ágúst. Kennt er 8 sunnudaga sjá dagsetningar að neðan.

20 febrúar, 13 mars, 10 apríl, 8 maí, 5 júní, 26 júní, 7 ágúst og 28 ágúst.

 

SKRÁ MIG

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar