1 á 1 einkaþjálfun
í jóga
Með Talyu og Gumma

HVAÐ ER 1 á 1 EINKAÞJÁLFUN Í JÓGA?
Hóptímarnir okkar eru frábær leið til að þróa þína almennu jóga iðkun, en til að sníða árangur að þínum einstöku þörfum og markmiðum er ekkert betra en 1-Á-1 einkaþjálfun í jóga.
VIÐ HVERJU GET ÉG BÚIST?
Að vinna með þaulvönum kennara í 1 Á 1 einkaþjálfun er áhrifaríkasta leiðin til að fókusera á þínar einstöku þarfir, áskoranir og persónuleg markmið.
Þjálfunin snýst 100% um þig, svo þú getir unnið beint að þínum persónulegu markmiðum, með því að nota allt litróf jógískra verkfæra sem styðja þína heilsu, heilun, þroska og umbreytingu.
Þín persónulega þjálfun byggir ekki á mismunandi jóga stílum, heldur á heildrænni einstaklingsmiðaðri nálgun sem horfir á alla þætti veru þinnar: líkama, orku, huga, tilfinningar og anda.
Þetta er alltaf samstarf á milli okkar, við munum hjálpa þér að innleiða persónulegt æfingarplan í daglegt líf hjá þér, sem er sérsniðið fyrir þig með sannreyndum jóga- og lífsstílsaðferðum til að hámarka þinn árangur.
Æfingaplaninu verður auðvelt að fylgja, við munum kennum þér nákvæmlega hvernig á að framkvæma stellingarnar svo þú hafir fullt sjálfstraust þegar heim er komið.
Þér verður leiðbeint skref fyrir skref í gegnum ferlið, og með tíð og tíma þróast planið og jógísku verkfærin, eftir þínum árangri. Kjarninn í þessu sjálfstyrkjandi og sjálfsþróunarferli, er að kennslunni er miðlað til þín yfir styttri eða lengri tíma, allt eftir þínum óskum og þörfum.

ER 1 Á 1 EINKAÞJÁLFUN FYRIR MIG?
1 Á 1 einkaþjálfun er fullkominn fyrir þig, ef þú vilt taka ábyrgð á eigin vellíðan, hefja, betrumbæta, fínpússa eða þróa þína persónulega jógaiðkun um leið og þú tekur á þínum sértæku þörfum og markmiðum, óháð reynslu eða getu.
Nemendur okkar koma úr öllum áttum samfélagsins og af ótal ástæðum. Sumar ástæðurnar eru, en ekki takmarkaðar við:
-
-
-
Bæta styrk, hreyfanleika og sveigjanleika.
-
Bæta starfsorku og hreysti fyrir dagsins störf.
-
Bæta vellíðan, heilsu og hamingju.
-
Betri athygli og þróun gjörhyglis.
-
Frelsi frá streitu og kvíða
-
Að öðlast hugarró og meiri tilfinningu fyrir innri sátt.
-
Taka á lífsstílsvandamálum, óhjálplegum lífsmunstrum eða mataræði.
-
Draga úr lyfjanotkun og offáti
Við höfum kennt 1 Á 1 einkaþjálfun í jóga síðan 2008.
Lærðu á staðnum eða í fjarþjálfun á netinu.
Fáðu 30 mínútna FRÍA ráðgjöf.
Heilsumat
(45 mín)
12.500
Kennslustund
(60 mín)
16.000 kr.

ÞÍNIR KENNARAR
Gummi og Talya eru þrautþjálfaðir og þaulvanir jógakennarar með yfir fjögurra áratuga samanlagða reynslu í jógakennslu og hafa sérhæft sig í 1 Á 1 einkaþjálfun og jóga þerapíu síðan 2008. Þau hafa bæði heimild til að kenna frá hinum heimsþekkta jógaskóla „Center of yoga Studies“ ” í Bretlandi og eru einlæg í að hjálpa nemendum að ná raunverulegum umbreytingum í gegnum 1 Á 1 einkaþjálfun og jóga þerapíu.
Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar