Menu

Grunnur að Persónulegri Iðkun

Mat, einkatími og yfirferð til að efla öndun, hryggsúlu og lífsorku

Með Gumma eða Talyu á Staðnum eða í Fjarþjálfun

Eftir Lykill að Hinni Helgu Hryggsúlu langar marga að prófa og sjá hvernig iðkunin getur orðið hluti að bættri líðan, auknum styrk og betri hreyfigetu.
Þessi grunnur býður þér að vinna náið með Gumma eða Talyu í þremur skrefum sem miða að því að efla öndun, hryggsúlu og lífsorku.

Grunur að persónulegri iðkun, þín fyrstu 3 skref

1. Mat (30 mínútur)
Fyrsti tíminn fer fram á staðnum eða í fjarþjálfun. Við skoðum líkamsstöðu, þína hreyfigetu, öndun og greinum þinn upphafspunkt – bæði líkamlega og orkulega. Þú færð greinargerð og skýr næstu skref.

2. Einkatími (60 mínútur)

Annar tíminn fer fram á staðnum eða í fjarþjálfun. Þér verður kennt frá þínum upphafspunkti og við vinnum með hreyfingu og öndun út frá líkama þínum og þeim tíma sem þú hefur aflögu. Markmiðið er að þróa iðkun sem eykur styrk, hreyfigetu og bætir orkubúskapinn.

3. Yfirlit (45 mínútur)
Þriðji tíminn fer fram í gegnum Zoom eða Messenger. Við förum yfir æfingaáætlunina, metum þína tilfinningu fyrir iðkun og stillum áherslur til framtíðar.

Hentar fyrir þig ef þú

  • Finnur að öndunin er grunn eða mæðist fljótt og hefur ekki góða orku yfir daginn

  • Vilt byggja upp lífsorku og seiglu á skynsaman hátt

  • Leitar að skýrri, einstaklingsmiðaðri leið til að efla heildræna heilsu

Einkatímar í jóga

Á Staðnum eða Í Fjarþjálfun

Verð: 18.000 kr.

30 mínútna mat + 60 mín tími + 45 mín yfirferð á Zoom

Ferli sem tengir líkama, öndun og lífsorku.

Takmörkuð sæti: aðeins 5 pláss

    Viltu greiða með millifærslu eða greiðsluhlekk (kredit kort)?

    Á Staðnum eða allt Í Fjarþjálfun

    Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar