Menu

Grunnur að Persónulegri Iðkun

Hryggurinn hefur sína sögu. Öndunin ber uppi orkuna þína. Regluleg iðkun mótar þína framtíð

Grunnur að Persónulegri Iðkun er fyrsta skrefið inn í 1 Á 1 aðferðinni — persónulegt ferli sem byggir upp styrk og hreyfanleika, kennir heilbrigða öndun og stöðugleika í þinni daglegu orku.

Spegill á líðan þína!

Hvernig líður þér í líkamanum þessa dagana?

Þessi aðferð hentar þér ef þú upplifir eftirfarandi einkenni:

  • Þreytu, verki eða stífleika í hryggnum
  • Grunn og óstöðug öndun
  • Kvíða og stöðuga spennu
  • Orkuleysi yfir daginn, óstöðugur svefn og hvílist illa
  • Erfitt með einbeitingu og glímir við heilaþoku
  • Spennu í herðum, brjóstkassa eða kvið
  • Skort á aðhaldi og þarft skýra leiðsögn í hreyfingu
  • Tilfinning að festast í eigin mynstrum og komast ekki af stað

Ef þetta á við þig — þá þarftu þína persónulegu iðkun, sem byggir á þinni líkamlegu getu og þínu orkuástandi.

Einkatímar í jóga

Af hverju 1 Á 1 aðferðin?

Hóptímar ná ekki að kenna þér það sem líkaminn þinn raunverulega þarf.

Í 1 Á 1 aðferðinni færðu:

          • nálgun sem tekur mið af þínu líkamlegu ástandi
          • öndunarþjálfun sem byggir upp orku og skýra einbeitingu
          • hreyfingu sem byrjar frá hryggnum, ekki útlimum
          • skýran ramma sem styður daglega iðkun
          • kennslu sem þróast á þínum hraða og eftir þínum takti

Hryggurinn geymir lífssögu þína. Öndunin segir hvernig orkukerfið starfar. Regluleg iðkun breytir þessu.

Þín fyrstu 3 skref

Grunnur að persónulegri iðkun byggir á skýru og einföldu ferli.

1. Mat – 45 mín.

Fyrsti tíminn sýnir okkur hvernig líkaminn þinn hegðar sér í hreyfingu, öndun og kyrrstöðu.

Við skoðum:

  • líkamsstöðu og hrygg
  • hreyfigetu í mjöðmum, öxlum og herðum
  • öndunarmynstur og orkuflæði í líkamanum
  • ávana og spennumynstur líkamans

Þú færð mat + skýr næstu skref.

2. Kennsla – þín iðkun 60 mín.

Við mótum einfalda, framkvæmanlega daglega iðkun byggða fyrir þinn líkama:

  • markviss hreyfing frá hryggnum
  • öndunarþjálfun sem styrkir orkuna þína og einbeitingu
  • samræming á hreyfingu hryggs og andardrátts
  • iðkun sem þú getur framkvæmt daglega án álags og með raunverulegum árangri

Markmiðið: iðkun sem skilar árangri — stöðugleika, orku-aukningu og eykur hreyfanleika og styrk.

3. Yfirferð – 30 mín.

Á Zoom eða Messenger

Við förum yfir:

  • hvernig líkami þinn bregst við þjálfun
  • þróun öndunar og orku
  • hvað þarf að fínstilla
  • hvernig þú heldur áfram næstu vikur

Þetta tryggir að þú farir út með lifandi, raunhæfa daglega iðkun sem hentar þér.

Fyrsta skrefið inn í dýpra ferli

Þessi þriggja skrefa nálgun stendur sjálfstæð og gefur þér skýran upphafspunkt,

raunverulegan skilning og daglega iðkun sem þú getur treyst.

 

Fyrir þá sem vilja dýpka ferlið býðst áframhaldandi 1 á 1 leiðsögn, þar sem iðkunin þróast í takt við þinn hraða og markmið.

Þú ræður hraðanum — og hversu langt þú vilt fara.

Þetta er ferli byggt á aga, traustu aðhaldi kennara og einstaklingsmiðaðri leiðsögn.

Verð og skráning

Á Staðnum eða Í Fjarþjálfun

18.000 kr.
30 mín mat + 60 mín kennsla + 45 mín yfirferð.

Takmarkað pláss: aðeins 5 pláss á mánuði.

    Fyrsta skrefið er einfalt

    Fylltu út nafn, síma og netfang í formið hér fyrir neðan. Við höfum samband innan 24 klst. til að:

                      • staðfesta tíma fyrir matstíma
                      • svara spurningum ef einhverjar eru
                      • senda þér greiðslulink þegar tíminn er staðfestur

    Þú greiðir ekki fyrr en þú hefur fengið tíma og skýra mynd af því hvað ferlið felur í sér.

    Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar